Search
  • Gossip

Jamie Lynn orðin þreytt á að rífast við systur sína

Updated: Jan 21

Systir söngkonunnar Britney Spears, Jamie Lynn, er orðin þreytt á að rífast við systur sína á opinberum vettvangi. Hún vill frekar útklá málin eins og systur, ekki á forsíðum slúðurblaðanna.

Undanfarið hafa þær systur verið að rífast opinberlega en upphafið má rekja til viðtals sem Jamie Lynn fór í hjá Good Morning America í síðustu viku. Jamie Lynn fór í viðtalið til að ræða væntanlega sjálfsævisögu sína, Things I Should Have Said, þar sem hún talaði meðal annars um Britney og föður þeirra.


Eitthvað fór viðtalið illa í Britney sem gagnrýndi ummæli systur sinnar harðlega á Instagram. Þar sagði hún meðal annars að systir sín hafi aldrei þurft að vinna fyrir neinu í lífinu. Að hún hafi hreinlega fengið allt upp í hendurnar. Einnig sagði hún að Jamie Lynn væri að gefa bókina út á hennar kostnað.


"Fjölskyldan mín eyðilagði mína drauma og reyndi að láta mig líta út fyrir að vera klikkuð," sagði Britney meðal annars í færslu sinni á Instagram eftir viðtalið.


Jamie Lynn skrifaði á móti á Instagram að hún vonaðist til að Britney myndi hringja í sig. "Oft er ég búin að reyna að ræða við þig beint og taka á þessu eins og systur ættu að gera. Þú velur samt alltaf að gera allt fyrir opnum tjöldum," skrifaði Jamie Lynn.

5 views0 comments

Recent Posts

See All