Search
  • Gossip

Playboy-setrið var eins og sérstrúarsöfnuður

Fyrrum viðhald Hugh Hefner og Playboy-kanínan, Holly Madison, segir að henni hafi fundist hún vera einangruð frá heiminum þegar hún bjó á Playboy-setrinu ásamt vinkonum sínum um tíma. Hefner, sem stofnaði Playboy á sínum tíma og gerði að miklu veldi, lést árið 2017, 91 árs gamall.

Madison, sem er rétt skriðin yfir fertugt, segir að stelpurnar á setrinu hafi þurft sérstakar ástæður fyrir því að fá að yfirgefa höllina og að þær hafi ekki mátt bjóða vinum sínum þangað.


"Ástæðan fyrir því að mér fannst setrið vera sértrúarsafnarlegt var vegna þess að við vorum eiginlega hálf heilaþvegnar þarna. Það var ætlast til af okkur að hugsa bara um Hefner sem um virkilega góðan gaur væfi að ræða," segir hún í væntanlegri heimildarmynd um Playboy-veldið, Secrets of Playboy.


"Þetta var orðið þannig að þú varst farin að segja við sjálfa þig, Nei, hann er ekki eins og þeir tala um hann í fjölmiðlum. Hann er bara virkilega góður maður.


Annað sem mér fannst eins og þetta væri sértrúarsöfnuður var hversu auðvelt var að einangrast þarna frá umheiminum. Þú áttir að vera tilbúin klukkan níu á morgnanna. Þú varst beðin um að bjóða vinum þínum ekki í heimsókn. Þú fékkst ekki að yfirgefa svæðið nema ef um fjölskyldufrí var að ræða til dæmis."


Secrets of Playboy verður frumsýnt seinna í þessum mánuði.

4 views0 comments

Recent Posts

See All